*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 20. ágúst 2018 09:15

Íslenskt bankakerfi eitt það minnsta í Evrópu

Árið 2017 námu eignir viðskiptabanka og sparisjóða 136% af vergri landsframleiðslu og er staðan nú orðin sú að íslenskt bankakerfi er orðið eitt það minnsta í Evrópu.

Ritstjórn
Í nýrri greiningu frá Capacent kemur fram að viðskiptabankarnir hafi að undanförnu leitast við því að stækka.
vb.is

Í nýrri greiningu frá Capacent kemur fram að viðskiptabankarnir hafi að undanförnu leitast við því að stækka. Þó sé það svo að hið smáa bankakerfi sem hér á landi er bjóði ekki upp á að þeir nái hagkvæmri stærð. Á síðasta ári var raunvöxtur bankakerfisins 4,1%. Árið þar á undan dróst kerfið aftur á móti saman um 1,5% og 2016 jókst vöxtur þess um 6,0%. 

Sökum þess hve smáir bankarnir eru á alþjóðlegan mælikvarða en stórir út frá efnahagslegu sjónarmiði er eiginkrafa Fjármálaeftirlitsins á viðskiptabankana há, en hún er um 20%. Erfitt er að ná nægilega mikilli arðsemi á svo mikið eigið fé nema að vaxtamunurinn sé mikill. 

Bankakerfið hefur minnkað hratt sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Árið 2017 námu eignir viðskiptabanka og sparisjóða 136% af vergri landsframleiðslu og er staðan nú orðin sú að íslenskt bankakerfi er orðið eitt það minnsta í Evrópu. 

Samkvæmt Evrópska Seðlabankanum er stærð bankakerfis Evrópulanda að meðaltali 320% af vergri landsframleiðslu. Það eru helst lönd Austur-Evrópu sem eru með bankakerfi að svipaðri stærð og það íslenska. 

Viðskiptavinir bankanna hér á landi eru í meiri mæli að leita annað enda dregur sífellt úr samkeppnishæfni og nú er lífeyrissjóðskerfið töluvert stærra en bankakerfið en það er 152% af vergri landsframleiðslu. 

Fram kemur í greiningunni að tímar núverandi bankamódels fari senn að líða og á næstu árum muni reyna töluvert á framsýni stjórnenda viðskiptabankanna. 

Stikkorð: Capacent
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim