*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 1. ágúst 2017 13:43

Íslensku flugfélögin með mikinn meirihluta

Vægi flugáætlunar Icelandair frá Keflavíkurflugvelli er um helmingur en Wow air er með fjórðung ferða.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Farþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí stóð til boða um það bil hundrað áætlunarferðir með 25 flugfélögum. Í umfjöllun ferðamiðlsins Túrista er bent á að það séu um fimmtungi fleiri brottfari en í júlí í fyrra. Erlendum flugfélögum sem fljúga frá Leifsstöð hefur einnig fjölgað á milli ára en það hefur ekki breytt því að staða Icelandair og Wow air á flugvellinum er gífurlega sterk. Íslensku félögin tvö stóðu áfram fyrir þremur af hverjum fjórum ferðum frá landinu í júlí líkt og á sama tíma í fyrra.

Aukin umsvif á flugvellinum voru að miklu leyti vegna aukinna umsvifa íslensku félaganna tveggja. Það þriðja, Air Iceland Connect, hefur sömuleiðis bætt við ferðir sínar frá Keflavíkurflugvelli. Innbyrðis vægi Icelandair og Wow air hefur þó tekið nokkrum breytingum á milli ára. Í júlí árið 2015 var Icelandair með tvær af hverjum þremur ferðum og Wow air með 16 prósent. Í júlí á þessu ári er staðan aftur á móti sú að vægi flugáætlunar Icelandair er einmitt helmingur en Wow air er með fjórðung ferða. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim