*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 9. nóvember 2014 18:05

Íslenskur sjávarútvegur í fararbroddi

Nýr formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að samtökin geti beint og óbeint stuðlað að frekari nýsköpun í geiranum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Jens Garðar Helgason, nýkjörinn formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarúvegi segir að fiskveiðistjórnunarkerfið sem slíkt sé mjög gott.

„Íslenskur sjávarútvegur er í fararbroddi í heiminum í sjálfbærum veiðum, fullnýtingu afurða og tækniframþróun. Við erum fyrirmynd annarra ríkja í að sameina í einu kerfi samþættingu efnahagslegra, umhverfislegra og markaðslegra þátta. Kerfið hefur gert okkur kleift að byggja upp sjávarútveginn, sem hefur skilað gríðarlegum auði til þjóðarinnar. Þar þykir mér að umræðan eigi að vera. Hvernig aukum við verðmætið? Hvernig getum við þróað eða markaðssett vörur sem eru verðmætari en þær sem við erum að gera í dag?“

Hann segir samtökin geta spilað tvíþætt hlutverk í þessu sambandi. „Þegar ólík fyrirtæki eru komin í ein samtök, þar sem fólk hittist og skiptist á skoðunum er líklegt að upp úr því spretti eitthvert samstarf og þróun. Ég held að samtökin geti beint eða óbeint stuðlað að frekari nýsköpun og verðmætasköpun í sjávarútvegi.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim