Evrópski seðlabankinn hefur í sífelldu fært út valdasvið sitt út og það gæti gert evrusamstarfið erfiðara fyrir vikið. Þetta segir dr. Otmar Issing einn af stofnfeðrum evrusamstarfsins. Þetta kemur fram í frétt breska tímaritsins Telegraph .

Issing segir meðal annars að einn daginn muni spilaborg evrunnar hrynja. Prófessorinn var einn af stofnfeðrum evrusamstarfsins og yfirhagfræðingur evrópska seðlabankans.

Hann bendir einnig á að evran hafi verið svikin af pólitík, sem hafi haft hamlandi áhrif á gjaldmiðilinn og að tilraunin hafi verið dauðadæmd frá upphafi vegna afskiptasemi stjórnmálamanna.

„Í raun þá höfum við verið að þreyfa fyrir okkur frá byrjun, frá einni krísu til þeirrar næstu. Það er erfitt að spá fyrir því hversu lengi þetta getur haldið áfram, en þetta gengur ekki til lengdar,“ er haft eftir Issing í greininni.