*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Erlent 18. febrúar 2014 10:12

Ítalir sekta Ryanair og easyJet

Flugfélögin Ryanair og easyJet eru sökuð um að hafa reynt að villa um fyrir neytendum.

Ritstjórn

Ítölsk samkeppnisyfirvöld hafa sektað flugfélögin Ryanair og easyJeet um rúma eina milljón evra, jafnvirði um 113 milljóna íslenskra króna, vegna þess að þau hafi ekki veitt viðunandi upplýsingar um tryggingar sem flugfélögin selja á netinu. 

Ryanair var sektað um 850 þúsund evrur en easyJet um 200 þúsund evrur. 

Fram kemur í umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um málið, að upplýsingar um tryggingarnar á vefsíðum flugfélaganna hafi verið ónógar og jafnvel villandi.

Stikkorð: easyJet Ryanair
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim