*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 11. febrúar 2015 20:29

Bretar ítreka áhuga á sæstreng

Orkumálaráðherra Bretlands hefur sent iðnaðarráðherra bréf þar sem hann ítrekar vilja Breta til þess að Íslendingar taki þátt í að leggja sæstreng.

Ritstjórn
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Haraldur Guðjónsson

Matthew Hancock, orkumálaráðherra Bretlands, hefur sent Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, bréf vegna sæstrengs. Í bréfinu ítrekar hann áhuga Bretlands á samstarfi við Ísland um sæstrenginn og býður fram alla þá aðstoð sem Bretar geti boðið til að hjálpa Íslendingum að komast að niðurstöðu í málinu. Þetta segir Ragnheiður Elín í samtali við Viðskiptablaðið.

„Ég fékk bréf frá ráðherranum í síðustu viku sem við erum að leggja lokahönd á svar við,“ segir Ragnheiður Elín. „Hann lýsir áhuga þeirra og býður fram aðstoð. Í svari mínu fer ég yfir málið og hvar það stendur,“ bætir hún við.

Aðspurð hvort bréfið sé til marks um aukinn þrýsting af hálfu Breta segir Ragnheiður Elín: „Þeir hafa sannanlega áhuga, ég finn það. En þeir hafa líka skilning á því að við þurfum að vinna okkar heimavinnu og bjóða fram aðstoð ef við þurfum á henni að halda.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Stærsta hvalasýning Evrópu verður opnuð í lok mánaðarins
 • Stofnun Íbúðalánasjóðs bjó til markaðsbrest að mati Viðskiptaráðs
 • Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hafa verið sýknaðir í verðtryggingarmálum
 • Samkeppniseftirlitið og Íslandspóstur eru í viðræðum um sáttameðferð
 • Samgöngumiðað skipulag er raunhæfur kostur í skipulagsmálum höfuðborgarsvæðisins að mati sérfræðings
 • Heildarvelta KSÍ fór í fyrsta skipti yfir einn milljarð á síðasta ári
 • Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis er í ítarlegu viðtali
 • Óðinn fjallar um áhættumat og Týr um skuldamál Steingríms Hermannssonar
 • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt margt fleira.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

 • - Viðskiptablaðið sent heim
 • - Vefaðgangur að vb.is
 • - Frjáls verslun sent heim
 • - Fiskifréttir sent heim