Ívar Ragnarsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá Alskil hf. Ívar hefur um árabil sinnt ýmsum stjórnunar- og ábyrgðarstörfum, síðast sem þjónustustjóri hjá Bílabúð Benna og þar áður sem deildarstjóri viðskiptaþróunar og fleiri deilda hjá N1.

Einnig hefur Ívar reynslu af verkefnastjórn í upplýsingatækni og ráðgjöf. Ívar er rekstarfræðingur frá Samvinnuháskólanum á Bifröst og með MBA gráðu með áherslu á mannauðstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

Alskil hf. Er 10 ára gamalt þjónustufyrirtæki sem byggir starfsemi sína að verulegu leyti á hugbúnaðar- og tæknilausnum. Alskil veitir viðskiptavinum sínum þjónustu á öllum stigum greiðslumiðlunar, allt frá útgáfu reiknings til löginnheimtu. Öll áhersla er á að veita kröfueigendum heilsteypta þjónustu við greiðslumiðlun og innheimtu vanskilakrafna.