Jack Ma, stofnandi og stjórnarformaður kínverska netverslunarrisans Alibaba mun láta af starfi stjórnarformanns hjá félaginu á mánudag að því er kemur fram í frétt New York Times. Ástæða þess að fyrrverandi enskukennarinn hyggst láta af störfum er hann hyggst einbeita sér nánar að góðgerðastörfum þá sérstaklega á sviði menntamála.

Ma sem er ríkasti maður Kína mun þó ekki alveg hætta afskiptum af fyrirtækinu en hann mun áfram sitja í stjórn þess. Ma stofnaði fyrirtækið árið 1999. Þegar félagið var skráð á markað í kauphöllinni í New York árið 2014 var það stærsta skráning á markað í sögunni.