Á vef breska tímaritsins Wired er því slegið upp í fyrirsögn að drifkraftur frumkvöðlageirans á Íslandi sé jafnrétti.

Í umfjölluninni er meðal annars rætt við Heklu Arnardóttur, einn stofnanda fjárfestingasjóðsins Crowberry capital sem sérhæfir sig í fjárfesting til sprotafyrirtækja, en sjóðurinn er sagður vera ferskur blær inn frumkvöðlaumhverfið sem er sagt einkennast af stráka menningu úr Silicon Valley. Í umfjöllun Wired segir Hekla að markmiðið hafi ekki verið að stofna kvennasjóð sérstaklega en að hérlendis séu mörg áhugaverð nýsköpunarfyrirtæki með konur í forsvari.

Þá er fjallað um það hvernig hrunið hafi skapað tækifæri í frumkvöðlasenunni. Að þrátt fyrir strangt regluverk í kringum fjárfestingar og háan framfærslukostnað búi Ísland yfir framsýnum sprotafyrirtækjum.