*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 19. september 2018 10:48

Jafnvægi að nást á fasteignamarkaði

Samband raunverðs fasteigna, kaupmáttar, og byggingakostnaðar, hefur haldist nokkuð stöðugt síðastliðið ár.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,1% milli júlí og ágúst, en öll lækkunin var tilkomin vegna 0,3% lækkunar á verði sérbýlis. 12 mánaða hækkun fjölbýlis stendur í 3,2%, en 6% fyrir sérbýli. Meðalhækkun síðustu 12 mánaða er því 4,1%, samanborið við 5,2% í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Hóflegar hækkanir fasteignaverðs samhliða tiltölulega lágri og stöðugri verðbólgu þýða að raunverð fasteigna er tiltölulega stöðugt. Síðustu ár eru sögð hafa einkennst af miklum hækkunum fjölbýlis umfram kaupmátt, en sú þróun hafi stöðvast um mitt síðasta ár þegar verulega dró úr miklum hækkunum fjölbýlis.

Frá árinu 2016 og fram á 2017 hækkaði fasteignaverð töluvert umfram byggingakostnað, svo sífellt arðvænlegra varð að byggja húsnæði. Þessi þróun snérist svo við á síðasta ári, þegar mikið hægði á hækkunum fasteignaverðs og byggingakostnaður fór að hækka.

Stikkorð: Hagsjá
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim