Talið er líklegt að stjórn Barclays muni opinberlega skipa nýjan forstjóra félagsins á næstu misserum, en fyrrverandi framkvæmdastjóri Barclays, Antony Jenkings, var rekinn í júlí sl.

Líklegur forstjóri samkvæmt heimildum BBC er talinn vera James Staley. James Staley var áður forstjóri fjárfestingabankans J.P. Morgan en starfar núna hjá vogunarsjóðinum Blue Mountain Capital Management.

Samkvæmt heimildum BBC hefur stjórn Barclays þegar samþykkt Staley en bíða samþykkis yfirvalda.