*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 28. nóvember 2016 18:25

Jamie Oliver opnar á Hótel Borg

Jamie´s Italian byrjaði sem sam­starfsverkefni á milli Jamie Oli­ver og læri­meist­ara hans, Gennero Contaldo. Seinna á þessu ári mun staður opna á Hótel Borg.

Ritstjórn

Hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið „Jamie ́s Italian“ mun opna á Hótel Borg í apríl/maí 2017 ef allt fer að óskum við framkvæmdir. Jamie ́s Italian staðirnir hafa dreift sér víða um heiminn, en nú þegar eru 42 staðir í Bretlandi og um 25 á mörkuðum eins og Ástralíu, Dubai og Brasilíu.

Hver og einn staður hefur sitt eigið auðkenni og eigin hönnunarstíl og mun Jamie ́s Italian á Íslandi heiðra Hótel Borg, eitt elsta og virtasta hús borgarinnar í sinni nálgun. Jón Haukur Baldvinsson, einn af forsvarsmönnum Jamie ́s Italian á íslandi segir m.a. „Ímynd Íslands sem matvælaland með allri sinni fegurð og hreinleika í bland við mikla grósku á veitingamarkaðnum á vel við ímynd Jamie Oliver sem er mikill talsmaður sjálfbærnar matvælaframleiðslu sem og upprunarvottunar afurða sem hann gerir gríðarlegar miklar kröfur til og er engu hliðrar til í þeim efnum.“

Jamie´s Italian byrjaði sem sam­starfsverkefni á milli Jamie Oli­ver og læri­meist­ara hans, Gennero Contaldo. Sú hug­mynd var sköpuð í kring­um „Italian table“ – sem er ein­fald­ur mat­ur sem öll fjöl­skyld­an get­ur notið sam­an. Jamie´s Italian Reykjavik mun bera fram klass­íska og ein­falda ít­alska rétti og verður fjöl­skyldustaður. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim