Útflutningur jókst um 10% frá Jpan í síðasta mánuði. Annað eins hefur ekki sést þar í landi í næstum eitt og hálft ár.

Breska ríkisútvarpið, BBC, bendir á það í umfjöllun sinni að þessi mikli vöxtur slái á áhyggjur manna af því að neikvæð áhrif skuldakreppunnar á evrusvæðinu hafi haft neikvæð áhrif á heimshagkerfið.

Talsverður vöxtur í útflutningi var einmitt til Bandaríkjanna og Kína.

BBC segir innflutning hafa á sama tíma aukist um 9% í Japan sem sé vísbending um að eftirspurn innanlands sé að taka við sér og standi ekki ekki á þeim brauðfótum sem haldið hafi verið fram.