Hlutabréfamarkaðurinn í Japan lækkaði mikið í dag, en vikan var sú versta síðan í alþjóðlegu fjármálakreppunni 2008.

Hlutabréfavísitalan lækkaði um 4,8% í viðskiptum dagsins en alls lækkaði vísitalan um 11% í vikunni. Vísitalan hefur lækkað um rúmlega 20% á árinu og því skilgreindur sem bjarnarmarkaður. Vísitalan stendur nú í 14.952 stigum og hefur ekki verið lægri síðan í október 2014.

Hang Seng markaðurinn í Hong Kong lækkaði um 1,2%,  alls lækkaði hann um 5% í vikunni og hefur ekki verið lægri síðan í júní 2012.