*

sunnudagur, 24. febrúar 2019
Innlent 16. apríl 2018 10:58

Jarðboranir í söluferli

Íslandsbanki hefur umsjón með söluferlinu en Jarðboranir eru með starfsemi í fimm löndum í fjórum heimsálfum.

Ritstjórn

Ákveðið hefur verið að hefja söluferli á 100% hlut í Jarðborunum hf. Jarðboranir eru í eigu SF III, sem er félag í rekstri Stefnis hf., einkafjárfesta og starfsmanna. Íslandsbanka hefur verið falin umsjón með söluferlinu að því er kemur fram í tilkynningu.

Sögu Jarðborana má rekja aftur til ársins 1945 þegar Jarðboranir ríkisins hófu starfsemi. Það var síðan árið 1986 að Jarðboranir í núverandi mynd var stofnað. Meginmarkmiðið með stofnun Jarðborana árið 1986 var að viðhalda og auka þá þekkingu sem hafði þegar myndast á Íslandi við jarðhitaboranir. 

Jarðboranir eiga og reka sex stóra bora auk safns minni bora. Fyrirtækið er á árinu 2018 með verkefni í fimm löndum í fjórum heimsálfum. Hjá félaginu starfa um 150 manns.