*

fimmtudagur, 17. ágúst 2017
Erlent 11. ágúst 2017 17:48

JC Penney fellur í verði

Hlutabréfaverð verslunarkeðjunnar hefur ekki verið lægra frá árinu 1972.

Ritstjórn
epa

Bandaríska verslunarkeðjan JC Penney tapaði 62 milljónum dollara á örðum ársfjórðungi þessa árs og jókst tapið um 6 milljónir frá sama tímabili í fyrra. Sala í verslunum fyrirtækisins dróst saman um 1,35 og var þetta fjórði ársfjórðungurinn í röð þar sem sala dregst saman. Þá tilkynnti fyrirtækið einnig að það hygðist loka 140 verslunum.

Tap á hlut fyrir utan einskiptisliði nam 9 sentum meðan að að greininaraðilar höfðu gert ráð fyrir 4 sentum á hlut samkvæmt Bloomberg. Fjárfestar tóku vægast sagt illa í uppgjör fyrirtækisins sem birt var í morgun. Það sem af er degi hefur hlutabréfaverð JC Penney lækkað um 17% og stendur nú í 3,92 dollurum á hlut.

Síðastliðna 12 mánuði hefur gengi bréfa félagsins lækkað um 60% og um 83,7% frá árinu 2012. Í frétt CNBC kemur fram að gengi hlutabréfa félagsins hefur ekki verið lægra frá árinu 1972.

Stikkorð: Penney JC