Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist vera nokkuð viss um að samkomulag við Bretland um samningaviðræðum um áframhaldandi veru ríkisins innan Evrópusambandsins.

Mikil umræða hefur verið undanfarið í Bretlandi hvort að landið ætti að vera áfram innan Evrópusambandsins. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands hefur boðið að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um málið á þessu ári. Cameron hefur sjálfur barist fyrir áframhaldandi veru Bretlands í sambandinu, en að aðildarsamningurinn verði þó í breyttri mynd. Samningaviðræður um nýjan aðildarsamning stendur nú yfir.

Juncker sagðist: „Ég er viss um að við komumst að samkomulagi, ekki málamiðlun heldur varanlegri lausn í febrúar.“ Hann sagði einnig að hann væri hvorki bjartsýnn né svartsýnn, hann sagði frekar að þekking og reynsla hans leyfði honum að vera fullvis um að samningar myndu nást.