Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt upp störfum að ósk Donalds Trump, forseta. Ástæðan er sögð andúð Trump á rannsókn sérstaks saksóknara, Robert Mueller, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016, sem komu Trump í embætti.

Í stað Sessions hefur Trump skipað Matthew Whitaker, fráfarandi aðstoðarmann Sessions, tímabundið í embætti. Whitaker, sem hefur gagnrýnt Rússarannsóknina opinberlega, hefur því öðlast vald yfir henni og Mueller.

Trump segist munu skipa varanlegan arftaka með tíð og tíma. Heimildir Bloomberg herma að til standi að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem skipaði Mueller og hefur haft umsjón með rannsókninni eftir að Sessions sagði sig frá málinu, muni starfa áfram.