Fyrirtækið Jeratún ehf., sem hefur að hlutverki byggingu og rekstur skólahúsnæðis Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði, hagnaðist um 14,7 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu .

Jeratún er í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar og bera þau ábyrgð á skuldbindingum þess.

Ársreikningur félagsins var samþykktur af stjórn nú í dag, en þar kemur einnig fram að eigið fé þess hafi verið jákvætt sem nemur rúmum 50 milljónum króna í lok árs. Eignir námu 448,8 milljónum króna en skuldir 398,5 milljónum króna.

Stjórnin mun leggja til við hluthafafund félagsins að hlutafé verði aukið um átján milljónir króna. Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, er stjórnarformaður Jeratúns.