Stikla úr heimildarmynd um Jóhönnu Sigurðardóttur, Jóhanna - síðasta orrustan, hefur verið birt. myndin verður frumsýnd 15. október í Bíó Paradís.

Í henni segir Jóhanna að Árni Páll Árnason, núverandi formaður flokksins, hafi ekki haft umboð til að svæfa stjórnarskrármálið og aðstoðarmaður hennar segir í tveggja manna tali (auk myndatökumanna) að allt sé brjálað í innan flokksins vegna þessa.

Sýnd eru nokkur samtöl milli Jóhönnu og Árna Páls, Hrannars Arnarssonar aðstoðarmanns Jóhönnu og fleiri.

Björn Brynjúlfur Björnsson er framleiðandi myndarinnar, en Björn hefur tekið virkan þátt í starfi Samfylkingarinnar frá upphafi og  hafa birst fjölmargar aðsendar greinar eftir hann í dagblöðum.