sunnudagur, 14. febrúar 2016
Innlent 30. júlí 2012 10:35

Jóhanna gagnrýnir frjálshyggjufræðin

Forsætisráðherra fer hörðum orðum um Sjálfstæðisflokkinn í grein í dag. Hún mótmælir öllum hugmyndum um skattalækkanir.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Víðir Smári Petersen og Sigurður Kári Kristjánsson.
Axel Jón Fjeldsted

Jóhanna Sigurðardóttir beinir óhrædd spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum í grein í Fréttablaðinu í dag. „Það er einkar hollt fyrir sjálfstæðismenn að hafa hugfast hverjir báru mesta ábyrgð á því tjóni sem almenningur ber nú vegna SpKef,“ segir meðal annars í greininni. Þar gagnrýnir Jóhanna orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að engu megi hlífa í niðurskurða þar sem hún segir hann meðal annars hafa vísað til nærri 50 milljarða reiknings vegna falls SpKef.

„Forkólfar Sjálfstæðisflokksins rifja nú upp fjárshyggjufræði sín og boða lækkun skatta á einstaklinga og fyrirtæki á sama tíma og sligandi reikningar falla á ríkissjóð sem rekja má til bankahrunsins,“ segir Jóhanna.

Í greininni segir Jóhanna þær niðurskurðar- og aðhaldsstefnuaðgerðir sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur til sambærilegar því sem Íhaldsflokkurinn í Bretlandi beiti. Jóhanna segir slíkar aðgerðir sæta vaxandi gagnrýni og telur þær ekki hafa borið tilætlaðan árangur í þeim löndum sem þeim hefur verið beitt. Samhliða þessu færir Jóhanna rök fyrir ágæti þeirra aðferða sem núverandi ríkisstjórn hefur notað. Lesa má grein Jóhönnu hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.