Jóhanna Sigurðardóttir beinir óhrædd spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum í grein í Fréttablaðinu í dag. „Það er einkar hollt fyrir sjálfstæðismenn að hafa hugfast hverjir báru mesta ábyrgð á því tjóni sem almenningur ber nú vegna SpKef,“ segir meðal annars í greininni. Þar gagnrýnir Jóhanna orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að engu megi hlífa í niðurskurða þar sem hún segir hann meðal annars hafa vísað til nærri 50 milljarða reiknings vegna falls SpKef.

„Forkólfar Sjálfstæðisflokksins rifja nú upp fjárshyggjufræði sín og boða lækkun skatta á einstaklinga og fyrirtæki á sama tíma og sligandi reikningar falla á ríkissjóð sem rekja má til bankahrunsins,“ segir Jóhanna.

Í greininni segir Jóhanna þær niðurskurðar- og aðhaldsstefnuaðgerðir sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur til sambærilegar því sem Íhaldsflokkurinn í Bretlandi beiti. Jóhanna segir slíkar aðgerðir sæta vaxandi gagnrýni og telur þær ekki hafa borið tilætlaðan árangur í þeim löndum sem þeim hefur verið beitt. Samhliða þessu færir Jóhanna rök fyrir ágæti þeirra aðferða sem núverandi ríkisstjórn hefur notað. Lesa má grein Jóhönnu hér .