„Æ, æ, Óttarr Proppé,“ þannig hefst færsla á Facebook síðu Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum formanns Samfylkingarinnar og fyrrum forsætisráðherra. Þar ráðleggur hún Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, „gerast ekki hækja Engeyjarstjórnar.“

Jóhann biðlar einnig til Óttars að láta það ekki gerast að stjórn hægri aflanna í samfélaginu verði í boði Bjartrar framtíðar þegar flokkurinn hafi betri kost í augsýn að hennar mati. „Ríkisstjórn umbóta og breytinga undir forystu Katrínar Jakobsdóttur er það sem fólk kallar eftir, ekki að Björt Framtíð verðið hækja Engeyjarstjórnar. Það þarf að uppræta spillingu og foréttindi í samfélaginu og auka jöfnuð og réttlæti. Það verður ekki gert í slíkri stjórn.

Samfylkingin hlaut 5,7% atkvæða í nýafstöðnum kosningum til Alþingis og þrjá menn kjörna. Björt framtíð hlaut 7,2% atkvæða og 4 menn kjörna. Óttarr tekur nú þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með formanni Viðreisnar og formanni Sjálfstæðisflokksins.