*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 16. september 2012 09:25

Jói Fel seldi fyrir 345 milljónir

Sala jókst um tæpar 24 milljónir milli ára í fyrra og hefur Jóhannes fengið 11 milljónir í arð á tveimur árum.

Ritstjórn

Hagnaður Hjá Jóa Fel - brauð og kökulist ehf. nam á síðasta ári 4,2 milljónum króna, samanborið við 12 milljónir króna árið áður.

Fyrirtækið er að fullu í eigu hins landsþekkta bakara og sjónvarpskokks, Jóhannesar Felixsonar.

Sala í bakaríum Jóa Fel nam á árinu um 345 milljónum króna og jókst um tæpar 24 milljónir króna á milli ára. Fyrirtækið rekur fimm bakarí. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins nam 6,4 milljónum króna, samanborið við 16 milljónir króna árið áður.

Eigið fé í lok síðasta árs var um 44,3 milljónir króna en fyrirtækið greiddi 8 milljónir króna í arð á árinu. Jóhannes hefur þannig fengið greiddar 11 milljónir króna í arð á tveimur árum. Skuldir fyrirtækisins námu í árslok um 42,7 milljónum króna.

Stikkorð: Jói Fel