*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 20. október 2016 15:59

Jöklaferðir í lúxus

Fyrirtækið Highland Icelandic Tours hóf nýlega að bjóða upp á sérútbúnar lúxusferðir á sérstaklega útbúnum jeppa.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Ferðaþjónustufyrirtækið Highland Iclandic Tours (HITS), sem er í eigu Karls Rosenkjær, hóf nýlega að bjóða upp á sérútbúnar lúxus-ferðir á mikið breyttum og sérstaklega útbúnum Mercedes Benz Sprinter á 46 tommu dekkjum. Markhópar fyrirtækisins eru ekki aðeins velstæðir erlendir ferðamenn heldur einnig íslensk fyrirtæki og hópar. Bifreiðin sjálf er stór partur af upplifun viðskiptavina fyrirtækisins og segir Karl mikla vinnu að baki þeim breytingum sem gerðar voru á henni.

Tók ár að breyta bílnum

„Í heildina tók það alveg heilt ár að breyta bílnum eins og við vildum hafa hann en breytingarnar voru framkvæmdar bæði erlendis sem og hér heima og ég kom einnig nokkuð að þeim sjálfur. Ég keypti bílinn árið 2014 og hann var í raun ekki tilbúinn fyrr en á vordögum 2015,“ útskýrir Karl. Fyrirtækið sérhæfir sig í svokallaðri „high end þjónustu“ sem felst í sérskipulögðum lúxus ferðum út á land og segir Karl öllu til tjaldað svo viðskiptavinir njóti sín sem allra best á meðan ferðinni stendur.

„Undir venjulegum kringumstæðum eru sambærilegir bílar með 19 sæti að aftan auk bílstjóra og farþega hans. Okkar bíll er aftur á móti búinn 9 einstaklega þægilegum leðursætum sem eru mjög rúmgóð og hægt er að snúa bæði fram og aftur eins og farþeganum hentar. Fyrirkomulagið býður uppá sérstaklega þægilegan ferðamáta en auk þess er bílinn búinn öllum helsta búnaði á borð við sjónvörp, nettengingu, borð og borð- búnað við hvert sæti, hljóðkerfi, ísskáp, kaffivél og svo framvegis. Hugmyndin er í raun að hægt sé að fara í veglega ferð út á landi og bjóða upp á alla nauðsynlega þjónustu í bílnum. Í lúxusferð- um sem þessum er svo að sjálfsögðu mikilvægt að geta boðið upp á veitingar sem passa við andrúmsloftið og því erum við í samstarfi við Kjötkompaní hvað það varðar.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim