*

mánudagur, 18. febrúar 2019
Innlent 27. ágúst 2018 08:25

Jólin komin í Costco

Verslunin Costco er komin með jólaskraut og ýmsan annan jólavarning í hillur sínar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þó einn sé ágúst er nú hægt að kaupa jólaskraut og ýmsan annan varning tengdan jólunum í verslun Costco í  Kauptúni í Garðabæ. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Costco hefur þar með slegið nágrönnum sínum í IKEA við, en þeir hafa einmitt oft verið mjög snemma á ferðinni með sinn jólavarning. Í samtali við Morgunblaðið segir Brett Vigelskas að það sé vanalegt að sala á jólaskreytingum hefjist um þetta leyti í Costco.