Hagnaður Jómfrúarinnar veitingahúss dróst saman um 1,8% á síðasta ári frá árinu 2016 og nam hann 15,9 milljónum króna. Rekstrartekjur félagsins jukust hins vegar um um tæplega 16% og námu þær 330,5 milljónum króna. Rekstrargjöldin jukust  um 40 milljónir og námu þau 287,2 milljónum.

Félagið var í upphafi árs í eigu Jubelium ehf. en í lok ársins á Eyja fjárfestingarfélag 60% en Jakobsson ehf. 40%. Auk Jakobs Einars Jakobssonar framkvæmdastjóra sitja Birgir Þór Bieltvedt og Baldur Már Helgason í stjórn félagsins.