*

fimmtudagur, 23. maí 2019
Fólk 18. febrúar 2019 08:33

Jón Birgir til Gluggasmiðjunnar

Jón Birgir Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Gluggasmiðjunnar.

Ritstjórn
Jón Birgir Gunnarsson.
Aðsend mynd

Jón Birgir Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Gluggasmiðjunnar. Jón Birgir hefur viðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur komið að rekstri og stjórnun iðn- og framleiðslufyrirtækja bæði hér á landi og erlendis. Jón starfaði hátt í tvo áratugi hjá Marel við mismunandi verkefni. Þegar hann hætti störfum þar árið 2009 bar hann ábyrgð á allri sjávarútvegsstarfsemi félagsins og sat í framkvæmdastjórn samstæðunnar. Þá hefur Jón Birgir einnig starfað hjá sprotafyrirtækinu Controlant og nú síðast bar hann ábyrgð á sölu og markaðsmálum hjá Skaganum 3X þar sem verulegur árangur hefur náðst. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Jón Birgir útskrifaðist sem MBA úr Háskóla Íslands 2009 en í grunninn er Jón iðnfræðingur og iðnmeistari. Eiginkona Jón Birgis er Edda S. Holmberg og eiga þau tvö uppkomin börn.

„Við og erum sannfærð um að þessi góða blanda af iðnmenntun og reynslu úr atvinnulífinu komi til með að styrkja Gluggasmiðjuna" segir Hilmar Þór Kristinsson, stjórnarformaður um ráðningu Jóns Birgis og bætir við að ráðningin sé mikilvægt skref í frekari uppbyggingu Gluggasmiðjunnar.

Hin ný ráðni framkvæmdastjóri sagði að lokum: „Eitt af aðal einkennum Gluggasmiðjunnar verða að vera framúrskarandi gæði, afhendingaröryggi og gott samstarf við viðskiptavini. Þar spila inn í þættir eins og góð þekking á sér íslenskum húsbyggingarvenjum og veðurfari. Þessi atriði eiga að geta gefið okkur varandi samkeppnisforskot."

Hjá Gluggasmiðjunni, sem var stofnuð fyrir um 70 árum, starfa um 50 manns sem smíða, setja saman eða flytja inn tilbúna glugga og hurðir fyrir íbúðar-, iðnaðar- og verslunarhúsnæði úr mismunandi efnum svo sem timbri eða áli.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim