*

miðvikudagur, 12. desember 2018
Innlent 13. mars 2018 14:46

Jón Diðrik kaupir fyrir 6 milljónir

Stjórnarformaður Skeljungs keypti 880 þúsund hluti í félaginu en bréf félagsins eru þau einu sem hafa hækkað í virði í dag.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Jón Diðrik Jónsson stjórnarformaður olíufélagsins Skeljungs keypti í dag 880 þúsund hluti í félaginu á tæplega 6 milljónir króna. 

Fékk hann hlutina á genginu 6,785, sem gerir að kaupverðið er 5.970.800 krónur, en þegar þetta er skrifað hefur gengi bréfanna hækkað í 6,84 krónur. 

Hefur gengi bréfa félagsins hækkað um 0,88% það sem af er degi, en þetta eru einu bréfin í kauphöllinni sem hafa hækkað í dag, í einungis um 50 milljón króna viðskiptum þó.

Heilt yfir virðist ekki sem mikil viðskipti séu að eiga sér stað á hlutabréfamarkaðnum í dag, en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,52%. Mest hefur lækkunin verið á gengi N1, sem hefur lækkað um 1,97 í 173 milljón króna viðskiptum.

Mestu viðskiptin enn sem komið er, eru hins vegar með bréf Icelandair, sem hafa lækkað um 1,30% í 219 milljón króna viðskiptum og fæst hvert bréf félagsins á 15,15 krónur þegar þetta er skrifað.