Jón Björnsson hefur látið af störfum sem forstjóri Festar. Morgunblaðið greinir frá þessu . Hann lætur af störfum í kjölfar þess að samkeppniseftirlitið féllst á yfirtöku N1 á öllu hlutafé í Festi sem meðal annars rekur verslanir Krónunnar. Stofnunin tilkynnti ákvörðun sína þann 30. júlí síðastliðinn. Forstjóri sameinaðs félags verður Eggert Þór Kristófersson, en hann hefur setið í forstjórastól N1 frá febrúar 2015.

Jón hafði verið for­stjóri Fest­ar frá því í fe­brú­ar 2014. Áður gegndi hann meðal annars starfi for­stjóra ORF Líf­tækni, Magasin du Nord í Kaup­manna­höfn og Haga hf.

Jón sendi samstarfsmönnum sínum póst fyrir helgi og í honum kom fram að hann muni áfram gegna embætti stjórnarformanns Krónunnar.

„Ferðalagið með Festi og fé­lög þess er eitt­hvert skemmti­leg­asta verk­efni sem ég hef tekið mér fyr­ir hend­ur. Afar lær­dóms­ríkt og gam­an að taka fé­lög út úr öðru rót­grónu fé­lagi og fá tæki­færið að fá að búa til nýtt og ferskt fé­lag frá grunni. Mér þykir sér­stak­lega vænt um það hvað marg­ir fylgdu okk­ur úr gömlu fé­lög­un­um og hafa blómstrað í þessu um­hverfi þar sem okk­ur tókst að teikna upp flotta framtíðar­sýn og fylgja þeirri stefnu. Við bætt­um svo við okk­ur þar sem okk­ur skorti þekk­ingu og feng­um inn nýtt fólk. Þannig hef­ur þessi hóp­ur alltaf unnið sem eitt lið og lið vinna,“ sagði Jón í tölvupóstinum.