föstudagur, 29. apríl 2016
Innlent 5. september 2012 19:03

Jón Helgi í Byko selur Húsgagnahöllina

Húsgagnahöllin þótti ekki passa inn í púsluspil Norvik og því var ákveðið að selja hana.

Lilja Dögg Jónsdóttir
Jón Helgi Guðmundsson
Haraldur Jónasson

„Það var nú kannski aldrei okkar upphaflegi tilgangur að vera mikið í húsgagnabransanum,“ segir Brynja Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Norvikur. Norvik á fjölda smávöruverslana, svo sem Byko, Elko, Intersport og Kaupás sem rekur verslanir Nóatúns og Krónunnar. Jón Helgi Guðmundsson á 24% hlut í Norvik. Félagið Straumborg á 22% hlut í félaginu. Það er fjárfestingarfélag fjölskyldu Jóns Helga og á hann meirihluta í félaginu.

Kaupendur Húsgagnahallarinnar eru bræðurnir Guðmundur Gauti og Egill Reynissynir sem eiga verslanirnar Betra bak og Dorma. Húsnæði Húsgagnaverslunarinnar verður eftir sem áður í eigu Norvik. Það var Kaupás sem keypti Húsgagnahöllina árið 2000. 

Brynja vildi ekki gefa upp hvert kaupverð Húsgagnahallarinnar var. 

Nánar er fjallað um Jón Helga og Húsgagnahöllina í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

 • Hugverkasjóðurinn hefur lengi slegið feilnótu
 • Eik stefnir á 12 milljarða skuldabréfaútboð
 • Olíudreifing tapaði á sjóðum Glitnis
 • Úttekt og samanburður á hálfsársuppgjöri bankanna
 • Forstjóri Toyota segir lítið seljast af nýjum bílum en meira af notuðum
 • Bankarnir hagnast á veikri krónu og verðbólgu
 • Ráðgjafi ríkisstjórnar Bandaríkjanna í landbúnaðarmálum ræðir um mikilvægi vörumerkinga
 • Lítið arðsemi hjá MP banka
 • Tiltekt í eignasafni Reita kostar milljarða
 • Nýtt fyrirtæki kemur með ferskan fisk heim að dyrum
 • Allt um vín og vindla í veiðina
 • Nærmynd af Eiríki Tómassyni hæstaréttardómara
 • Óðinn fjallar enn um varúðarreglur Seðlabankans eftir fjármagnshöft
 • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um tryggðina við stjórnmálaforingja
 • Og margt, margt fleira.