*

sunnudagur, 24. júní 2018
Innlent 5. september 2016 13:58

Jón kaupir mjólkurstöðina á Ísafirði

Jón von Tetzchner mun leigja mjólkurvinnslunni Örnu mjólkurstöðina á Ísafirði og er ætlunin að vera þar með ostagerð.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fasteignafélagið Vivaldi Ísland ehf., sem er í eigu fjárfestisins Jóns von Tetzchner, hefur keypt gömlu mjólkurstöðina á Ísafirði. Jón er meðan hluthafa í mjólkurvinnslunni Örnu í Bolungarvík og mun hann leigja Örnu mjólkurstöðina frá og með janúar á næsta ári.

Í frétt Bæjarins Bestu kemur fram að Arna ætli sér ekki að gera breytingar á starfsemi sinni í Bolungarvík, heldur muni fyrirtækið framleiða sérhæfðari vörur á Ísafirði, einkum osta.

Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu, segir að reksturinn gangi vel og að stutt sé síðan starfsmönnum hafi verið fjölgað um fjóra. Eru þeir nú tíu talsins.