Jón Freyr Egilsson hefur hafið störf sem framleiðslustjóri hjá Marine Collagen ehf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Jón Freyr hefur starfað undanfarin 15 ár hjá Actavis nú síðast sem sérfræðingur í þróun og framleiðslu lyfja.

Hann er með mastersgráðu í Efnaverkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU) og BSc í efnafræði frá Háskóla Íslands.

Jón er gömul handboltakempa og spilaði lengi vel með Haukum en hann á einnig að baki landsleiki með Íslenska landsliðinu. Í frítíma sínum einbeitir hann sér að fjölskyldunni og golfinu. Jón Freyr er giftur Elísabetu Finnbogadóttir lífefnafræðingi og eiga þau 3 börn.

Marine Collagen ehf er sameiginlegt verkefni sjávarútvegsfyrirtækjanna HB Granda, Samherja,, Vísis og Þorbjarnar. Einnig kemur að verkefninu fyrirtækið Junca Gelatines frá Katalóníu. Marine Collagen ehf mun einblína á að vinna Kollagen og Gelatín úr fiskroði. Afurðin verður meðal annars notuð í heilsufæði, fæðubótaefni, snyrtivörur og lyf.