*

mánudagur, 21. janúar 2019
Fólk 6. september 2018 10:40

Jón nýr framleiðslustjóri Marine Collagen

Jón Freyr Egilsson hefur hafið störf sem framleiðslustjóri hjá Marine Collagen ehf. en hann heufr undanfarið starfað hjá Actavis.

Ritstjórn
Jón Freyr Egilsson hefur hafið störf sem framleiðslustjóri hjá Marine Collagen ehf.
Aðsend mynd

Jón Freyr Egilsson hefur hafið störf sem framleiðslustjóri hjá Marine Collagen ehf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Jón Freyr hefur starfað undanfarin 15 ár hjá Actavis nú síðast sem sérfræðingur í þróun og framleiðslu lyfja.

Hann er með mastersgráðu í Efnaverkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU) og BSc í efnafræði frá Háskóla Íslands.

Jón er gömul handboltakempa og spilaði lengi vel með Haukum en hann á einnig að baki landsleiki með Íslenska landsliðinu. Í frítíma sínum einbeitir hann sér að fjölskyldunni og golfinu. Jón Freyr er giftur Elísabetu Finnbogadóttir lífefnafræðingi og eiga þau 3 börn.

Marine Collagen ehf er sameiginlegt verkefni sjávarútvegsfyrirtækjanna HB Granda, Samherja,, Vísis og Þorbjarnar. Einnig kemur að verkefninu fyrirtækið Junca Gelatines frá Katalóníu. Marine Collagen ehf mun einblína á að vinna Kollagen og Gelatín úr fiskroði. Afurðin verður meðal annars notuð í heilsufæði, fæðubótaefni, snyrtivörur og lyf.