*

sunnudagur, 26. maí 2019
Fólk 13. mars 2019 08:28

Jón segir sig úr bankaráði Landsbankans

Jón Guðmann Pétursson hefur sagt sig úr bankaráði Landsbankans. Engin skýring er gefin í tilkynningunni.

Ritstjórn
Jón Guðmann Pétursson var fjármálastjóri Hampiðjunnar frá 1987 til 2002 og forstjóri hennar frá 2002 til 2014.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Jón Guðmann Pétursson hefur sagt sig úr bankaráði Landsbankans, samkvæmt tilkynningu frá bankanum til Kauphallarinnar.

Jóni er þakkað fyrir öflugt starf í þágu bankans, og sagt frá því að hann hafi fyrst verið kjörinn í bankaráð í apríl 2016, en engin ástæða er gefin fyrir úrsögninni.

Landsbankinn komst í hámæli nýlega vegna launamála bankastjórans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur, en bankaráð fékk ákvörðunarvald yfir launakjörum bankastjóra þegar kjararáð var lagt niður árið 2017.

Aðalfundur bankans fer fram þann 4. apríl næstkomandi, eftir tveggja vikna frestun af hálfu ráðsins.

Jón hefur meðal annars setið í stjórnum Hampiðjunnar og dótturfélaga hennar erlendis, Royal Iceland, Iceland Seafood International, Kauphallar Íslands, og Lífeyrissjóðs Framsýnar, auk setu í reikningsskilaráði.

Hann er með Cand. oecon. próf frá Háskóla Íslands og starfaði meðal annars sem fjármálastjóri Hampiðjunnar frá 1987 til 2002 og forstjóri hennar frá 2002 til 2014.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim