*

föstudagur, 19. október 2018
Fólk 20. nóvember 2017 09:31

Jónas nýr sjóðstjóri Júpíter

Jónas R. Gunnarsson hefur verið ráðinn sjóðstjóri Júpíter en hann kemur frá Virðingu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Jónas R. Gunnarsson hefur verið ráðinn sjóðstjóri yfir blönduðum sjóðum hjá Júpíter. Jónas kemur til Júpíter frá Virðingu hf. þar sem hann hefur starfað síðan 2006 en þar gegndi hann stöðu forstöðumaður og framkvæmdastjóri eignastýringar frá 2011.

Jónas er útskrifaður með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík en hann hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.