Það hjálpaði þeim Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og konu hennar, rithöfundinum Jónínu Leósdóttur, að hefja saman sambúð árið 2000 vegna þess að þær voru komnar á miðjan aldur og Jónína orðin amma. Þetta segir Jónína í ítarlegu viðtali við breska dagblaðið Telegraph um samlífi þeirra Jóhönnu. Hún segir engan óttast miðaldra hvítar konur, sér í lagi ömmur. Af þeim sökum hafi minna verið gert úr sambandið þeirra.

Jónína segir í samtali við blaðið að viðbrögð samfélagsins hefði líklega verið önnur ef þær hefðu verið tveir karlar.