Jör ehf., sem rak verslunina Jör á Laugarvegi 89 og hélt utan um hönnun á fatalínum Jör, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta 11. janúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu.

Áður hefur Vísir fjallað um málið en Guðmundur Jörundsson, eigandi Jör og fatahönnuður, hefur áður tekið fram að fjárfestar hafi brugðist. Félagið Artikolo sem er í eigu Kolfinnu Vonar Arnardóttur, eiginkonu Björns Inga Hrafnssonar, og Arons Einars Gunnarssonar, knattspyrnumanns var langt komið með það að kaupa helmingshlut í fyrirtækinu . Ekkert varð úr þeim kaupum og segir Guðmundur farir sínar ekki sléttar.

Björn Ingi Hrafnsson tók fram í viðtali við Vísi.is í fyrra, að Artikolo hafi aldrei fest kaup á hlut í Jör. Heldur hafi fyrirtækið lánað Jör fjármagn.

Einnig tekur Guðmundur fram að að unnið sé að því að opna verslun Jör í gamla Karnabæ á horni Týsgötu og Skólavörðustígs.