Fjárfestingabankinn JP Morgan Chase & Co hyggst á næstunni segja upp 100 starfsmönnum í eignarstýringardeild fyrirtækisins til að aðlagast breytingum á markaði. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal . Uppsagnirnar munu nema um 1-2% af starfsmannafjölda eignarstýringarsviðsins.

Í lok þessa ársfjórðungs tilkynnti JP Morgan að tekjur eignarstýringardeildarinnar hafi verið 1,8 milljarðar bandaríkjadollara og 2% aukningu frá sama tíma á síðasta ári.

Bankinn hefur ekki gefið út heildarstarfsmannafjölda í eignarstýringardeild fyrirtækisins.