Stærsti banki Bandaríkjanna, JP Morgan, tapaði 380 milljónum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi miðað við 5,7 milljón dala hagnað á sama tíma í fyrra. Tapið má aðallega skýra með hækkandi lögfræðikostnaði. Bankinn er í viðræðum við ríkið vegna fasteignalána sem tekin voru rétt fyrir fjármálakreppuna. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins og The Telegraph.

Tekjur bankans lækkuðu einnig úr 23,5 milljörðum Bandaríkjadala í 23,9 milljarða, sem var lægra en spáð var.

Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan, segir nauðsynilegt fyrir bankann að styrkja lagateymi bankans í því krefjandi umhverfi sem bankinn starfar í. Meiri kröfur eru gerðar til bankans og strangari reglur.