*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Erlent 17. mars 2016 13:38

JPMorgan og Citigroup kjósa um skiptingu

Hluthafar JPMorgan og Citigroup munu kjósa um að skipta bönkunum upp í smærri einingar á aðalfundum bankana.

Ritstjórn

Hluthafar í JPMorgan Chase & Co og Citigroup munu fá að kjósa um hvort að skipta eigi bönkunum upp í smærri einingar, en kosningin mun fara fram á aðalfundum bankana.

Kosningin kemur að frumkvæði Bart Naylor, en hann er hluthafi í báðum bönkum og krafist þess að kosið yrði um tillöguna á aðalfundi bankana.

Naylor segir í tillögu sinni að bankarnir séu orðnir of stórir til að hægt sé að stjórna þeim. Báðir bankarnir hafa lýst því yfir að þeir séu andvígir tillögunum. Citigroup sagði að bankinn hefði þegar tekið skref til að minnka eignasafn bankans og JPMorgan sagði að stærð og fjölbreytileiki bankans styrkti bankann.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Naylor leggur til svipaða tillögu, en á aðalfundi Bank of America var kosið um sama efni að hans frumkvæði, en einungis 4% hluthafa kusu með tillögunni.

Stikkorð: Citigroup JPMorgan Chase
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim