Jean-Claude Juncker, yfirmaður framkvæmdaráðs Evrópusambandsins, segir að kostnaður Breta við úrgöngu úr Evrópusambandinu verði mikill. Hann lofaði því einnig að tekið yrði hart á Bretum í samningaviðræðunum. Frá þessu er greint í frétt BBC um málið.

Úrganga úr sambandinu mun ekki vera á afsláttarkjörum sagði Juncker í Evrópuþinginu í dag. Samkvæmt nýlegum rannsóknum þá gætu Bretar þurft að borga Evrópusambandinu allt að 60 milljörðum evra eftir að viðræðurnar hefjast.

Hægt er að lesa ítarlega greiningu BBC um málið.