*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 15. júní 2015 08:38

Jurassic World slær aðsóknarmet

Kvikmyndin Jurassic World hafði 511 milljónir dala í sölutekjur á frumsýningarhelgi.

Ritstjórn

Kvikmyndin Jurassic World, fjórða kvikmyndin í seríunni um Júragarðinn, er fyrsta kvikmyndin í sögunni til þess að hafa meira en 500 milljónir dala í sölutekjur á frumsýningarhelgi. BBC News greinir frá þessu,

Þar kemur fram að kvikmyndin hafi verið sú vinsælasta í öllum 66 löndunum þar sem hún var frumsýnd um liðna helgi og skilaði í heildina 511 milljónum dala í tekjur. Þar af hafði hún 204,6 milljónir dala frá kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum, 100 milljónir dala í Kína og tæpar 30 milljónir dala í Bretlandi og Írlandi.

Kvikmyndinni var leikstýrt af Colin Treverrow og fara Chris Pratt og Bryce Dallas Howard með aðalhlutverkin. Steven Spielberg, sem leikstýrði fyrstu tveimur myndunum um Júragarðinn, var meðframleiðandi myndarinnar. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim