Arabica kaffi, hefur hækkað mikið undanfarna mánuði á heimsmörkuðum. Heimsmarkaðsverð hefur því ekki verið jafn dýrt í ríflega 20 mánuði. Brasilía sem er stærsti útflytjandi á arabica baunum hefur fundið fyrir uppskerubresti vegna þurrka, en innlend eftirspurn hefur einnig aukist.

Útflutningur í ár mun samkvæmt Lucio Dias, framkvæmdastjóra Cooxupe cooperative, nema um 4 milljónum poka á ári. Í apríl á þessu ári var því þó spáð að útflutningur yrði um 4,5 milljón pokar. Hver poki vegur um 60 kílógrömm.

Verð á framvirkum samningum með arabica kaffi hafa hækkað um nær 2,9% undanfarið og er það mesta hækkun frá árinu 2005. Styrkingin á þó ekki einungis við um arabica baunir, heldur hafa hrávöruspekúlantar einnig áhyggjur af robusta uppskeru.