*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Erlent 11. september 2014 10:32

Kalla spjaldtölvur Microsoft iPad-a

Microsoft lenti í vandræðum í fyrstu leikviku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta.

Ritstjórn

Fyrr á þessu ári gerði Microsoft samning til fimm ára við NFL-deildina í amerískum fótbolta um að spjaldtölvur fyrirtækisins yrðu notaðar á hliðarlínunni af leikmönnum og þjálfurum í deildarkeppninni. Í samningnum fólst að Microsoft Surface yrði þannig opinber spjaldtölva NFL-deildarinnar.

Business Insider greinir hins vegar frá því að Microsoft hafi lent í vandræðum í fyrstu leikviku deildarinnar þegar sjónvarpslýsendur kölluðu spjaldtölvurnar í sífellu iPad sem eins og flestir vita eru spjaldtölvur frá fyrirtækinu Apple, helsta samkeppnisaðila Microsoft.

Líklegt þykir að Microsoft og NFL muni vinna að því að upplýsa sjónvarpslýsendur um rétt heiti spjaldtölvunnar fyrir komandi leiki.

Stikkorð: NFL Microsoft Apple
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim