*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 5. desember 2013 11:14

Kalt loft úr norðri yfir öllu landinu

Veðurfræðingur bendir fólki á að nota skynsemina í frostinu næstu daga og búa sig vel.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Í dag og á morgun er spáð miklu frosti á öllu landinu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir veðrið ekkert óvenjulegt miðað við árstíma: „Þetta er bara norðanátt og kalt loft sem berst langt úr norðri og yfir landið. Ég er að spá svona sjö til fimmtán stiga frosti á öllu landinu. Það er síðan spurning hvað gerist í kvöld þegar vindurinn dettur niður, þá gæti orðið meira frost yfir nóttina,“ segir Elín Björk.

Hún segir að fólk eigi að nota skynsemina í veðri sem þessu og fara ekki út húfulaus svo dæmi séu tekin: „Það er vindur með þessu frosti svo við búumst ekki við miklu svifryki sem er oft algengt í miklu frosti og logni en svifrykið er verst fyrir fólk með öndunarfærasjúkdóma. Það má því segja að rok með frostinu sé betra fyrir þennan hóp,“ segir Elín Björk. 

Stikkorð: Frost Vetrarhörkur
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim