Eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Ástæða þess er vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið setti við sölu á eignum 365 til Sýnar en félagið á tæplega 11% hlut í Sýn.

Eftirlitið sett þau skilyrði að félagið þurfi annað hvort að selja hlut sinn í Torgi eða Sýn. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það um hvor hluturinn verði seldur.

Engar breytingar verða þá á daglegum rekstri Fréttablaðsins eða Togs með þessari ákvörðun.