Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings fullyrðir að hann hafi aldrei heyrt minnst á félagið Dekill Advisors Limited fyrr en rannsóknarnefnd Alþingis spurði hann út í viðskipti S-hópsins með 45,8% hlut í Búnaðarbankanum. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Morgunblaðsins í dag.

Í svari hans nefnir hann að 14 ár séu síðan lánaviðskiptin áttu sér stað og geti hann því einungis svarað eftir besta minni en vill ekki tjá sig frekar um málið. Dekhill Advsiors fékk helmingshlut af hagnaði vegna sölu bréfa í Búnaðarbankanum.

Ólafur Ólafsson sem fór fyrir S-hópnum vísaði  á stjórnendur Kaupþings og þýska bankans Hauck & Auf­häuser til að upplýsa um hver fékk hinn helminginn af þeim hagnaði sem varð af fléttunni í tengslum við kaupinn í viðtali við Kastljós í síðustu viku.