Rapparinn Kanye West segist enn vera staðráðinn í því að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2020, en hann greindi upphaflega frá þessum áformum sínum á VMA verðlaunahátíðinni.

Í sínu fyrsta viðtali eftir tilkynninguna segir Kanye að hann hafi ekki varpað þessu fram til gamans. Það sé hans áætlun að vera Bandaríkjaforseti og býst hann við því að njóta mikils stuðnings.

,,Ég fór ekki út í þetta því ég hélt að þetta væri fyndið. Ég fer á næturklúbba og hugsa með mér: "Vá, það eru fimm ár í að ég bjóði mig fram til forseta og ég þarf að kynna mér ýmislegt og þroskast umtalsvert," sagði West.

,,Um leið og ég sagðist ætla að bjóða mig fram, þá var eins og fólk hugsaði: "Bíddu við, þetta er eitthvað sem við værum mjög til í, því ef þú hugsar um það, þá er hann mjög þenkjandi. Í hvert skipti sem hann hefur lent í vandræðum hefur hann verið að hoppa fyrir byssukúlu ætlaða einhverjum öðrum. Hann er örugglega okkar heiðarlegasta fræga mennskja,"" hélt hann áfram.

Hann segist þó hata stjórnmál og kveðst enginn pólitíkus vera. Honum sé hins vegar annt um sannleikann og mannfólkið yfir höfuð.