Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) efnir til opinna kappræðna um gjaldmiðilsmál í kvöld.

Frummælendur verða Ársæll Valfells, lektor í viðskiptafræði sem talað hefur fyrir einhliða upptöku annars gjaldmiðils og þá sérstaklega kanadadollars, og Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur sem talað hefur fyrir áframhaldandi notkun krónunnar. Frosti hefur að undanförnu flutt regluleg erindi um hugmyndir sínar um það hvernig hægt er að halda í íslensku krónuna.

Fundurinn fer sem fyrr segir fram í kvöld kl. 20 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Umræður verða að loknum framsögum. Fundarstjóri verður Gísli Freyr Valdórsson, blaðamaður á Viðskiptablaðinu.

Kappræður um gjaldeyrismál.
Kappræður um gjaldeyrismál.
© Aðsend mynd (AÐSEND)