*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Fólk 10. september 2018 15:51

Nýr framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar

Karen Kjartansdóttir, sem meðal annars hefur starfað hjá Stöð 2 og SFS, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.

Ritstjórn
Karen lætur af störfum hjá Ráðgjafafyrirtækinu ATON og tekur við sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Aðsend mynd

Karen Kjartansdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra hjá Samfylkingunni – jafnaðarmannaflokki Íslands, samkvæmt tilkynningu frá flokknum.

Karen hefur mikla reynslu af störfum við verkefna- og viðburðastjórnun, fjölmiðla og kynningarmál.

Karen lætur af störfum hjá ráðgjafafyrirtækinu ATON, þar sem hún hefur starfað við skipulagða upplýsingamiðlun og almannatengsl. Hún hefur áður starfað sem samskiptastjóri SFS, blaðamaður og pistlahöfundur á DV og einnig sem fréttamaður og varafréttastjóri á Stöð 2. Karen er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur Karen unnið fjölda trúnaðarstarfa fyrir félagasamtök og félög í atvinnulífinu.

„Mér finnst sérstaklega ánægjulegt að sjá hve stór hópur öflugra og hæfileikaríkra einstaklinga sýndu því áhuga að vinna með okkur að markmiðum Samfylkingarinnar og fyrir hugsjónum um betra samfélag. Á sama tíma og við bjóðum Karenu velkomna til starfa þökkum við öllum umsækjendum kærlega fyrir,” er haft eftir Ingu Björk Bjarnadóttur, formanni framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim