*

mánudagur, 27. maí 2019
Fólk 11. janúar 2011 09:37

Karen Rúnarsdóttir stýrir útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ

Ritstjórn

Karen Rúnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu útibússtjóra Íslandsbanka í Mosfellsbæ.  Í tilkynningu kemur fram að Karen  hefur frá árinu 2009 starfað sem viðskiptastjóri einstaklinga í útibúi bankans að Suðurlandsbraut en þar áður starfaði hún sem forstöðumaður í markaðsdeild Íslandsbanka og síðar á útibúasviði bankans.  Áður en hún réð sig til  Íslandsbanka árið 2006 gegndi hún starfi framkvæmastjóra Noron ehf. og bar þar ábyrgð á rekstri verslana ZARA á Íslandi.   Hún er með BSc gráðu í Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Karen tekur við starfi útibússtjóra af Sigríði Jónsdóttur en hún tekur við starfi umboðsmanns viðskiptavina hjá Íslandsbanka þann 1. mars næstkomandi.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim